í boði Nettó



Tindahlaup Mosfellsbæjar (áður 7 tinda hlaup) er krefjandi og skemmtilegt utanvegahlaup, eða náttúruhlaup, sem haldið er í Mosfellsbæ síðustu helgina í ágúst ár hvert. Boðið er upp á fjórar vegalengdir 1, 3, 5 og 7 tinda og ættu því byrjendur sem og lengra komnir að finna leið við hæfi.
Tindahlaup 2022
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 27. ágúst 2022.
Vegalengdir og þátttökugjald
- 7 tindar (38,2 km.) – 7.000 kr.
- 5 tindar (34,4 km.) – 6.500 kr.
- 3 tindar (19 km.) – 6.000 kr.
- 1 tindur (12 km.) – 5.000 kr.
Rástímar
- 5 og 7 tindar kl. 09:00
- 1 og 3 tindar kl. 11:00
Skráning og afhending gagna
Hægt var að skrá sig á hlaup.is til miðnættis miðvikudaginn 24. ágúst 2022.
Föstudaginn 26. ágúst 2022 var hægt að skrá sig og/eða sækja gögn á milli kl. 17:00 og 20:00 að Íþróttamiðstöðinni Varmá, í Mosfellsbæ.
Athugið að ekki er hægt að skrá sig eða sækja gögn á keppnisdag!
Aðrar uplýsingar
Mikilvægt er að þátttakendur séu komnir að Íþróttamiðstöðinni við Varmá minnst 30 mín. fyrir hlaup.
- Drykkjarstöðvar á leiðinni
- Markið lokar kl. 16:00
- Tímataka með flögum
- Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu
- Frítt í Varmárlaug að hlaupi loknu
Verðlaun
Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum. Einnig verða glæsileg útdráttarverðlaun fyrir alla keppendur.
Hafa samband
Hægt er að senda fyrirspurnir á birgirkonn@gmail.com
ITRA punktahlaup
Tindahlaupið hefur staðist kröfur ITRA (International Trail Running Association) og fengið eftirfarandi hlaupaleiðir viðurkenndar sem punktahlaup:
- 3 Tindar = 1 ITRA Punktur.
- 5 Tindar = 1 ITRA Punktur.
- 7 Tindar = 2 ITRA Punktar.
Umsagnir um Tindahlaupið
Mjög skemmtilegt og krefjandi hlaup. Takk fyrir mig.
Ester Rut Unnsteinsdóttir
Takk fyrir frábært hlaup. Get ekki beðið eftir næsta ári.
Pelle Damby Carøe
Takk fyrir mig, flott hlaup.
Kjartan Rúnarsson
