Hlaupaleiðir

1 tindur – 12 km. (420 m. hækkun)

Hlaupið er frá Íþróttasvæðinu að Varmá í útjaðri byggðar, eftir göngustíg, gegnum skólasvæði Lágafellsskóla, gegnum Klapparhlíð að undirgöngum við Vesturlandsveg og þaðan að Skarhólabraut og inn á göngustíg sem liggur í gegnum skógræktina við Hamrahlíð. Hlaupið er á Úlfarsfell upp gilið ofan við skógrækt og á tindinn. Þaðan er haldið austur af fjallinu með stefnu á Hafravatn. Er komið er á Hafravatnsveg er haldið eftir honum inn í byggðina við Reykjaveg og inn á Reykjamel niður að Varmá og meðfram henni á göngustíg að undirgöngum undir Vesturlandsveg við Varmá og þaðan inn á Íþróttasvæðið að Varmá.

3 tindar – 19 km. (812 m. hækkun)

Hlaupið hefst á íþróttavellinum að Varmá í Mosfellsbæ. Hlaupið er á malbikuðum göngustíg í útjaðri Mosfellsbæjar og í gegnum skólasvæði Lágafellsskóla, í gegnum byggð að undirgöngum undir Vesturlandsveg, yfir Skarhólabraut, inn á göngustíg og inn í skógrækt við Hamrahlíð í Úlfarsfelli.Farið er upp á Úlfarsfellið eftir gili og þaðan beint á fyrsta tind. Þaðan er haldið austur af fjallinu með stefnu á Hafravatn. Áfram áleiðis á Reykjaborg um Borgardal, tindur tvö. Þegar komið er á Reykjaborg er stefnan tekin norður af Reykjaborg, um Húsadal og yfir Varmá og upp á Reykjafell,tindur þrjú. Þaðan er hlaupið niður í Skammadal, suður og vestur með Helgafelli og í gegnum byggð að Vesturlandsvegi og í undirgöng við Ásland og eftir göngustíg yfir Varmá og inn á íþróttasvæðið við Varmá þar sem komið er í mark.

5 tindar – 34,4 km. (1410 m. hækkun)

Hlaupið hefst Íþróttavellinum við Varmá í Mosfellsbæ. Hlaupið er á malbikuðum göngustíg í útjaðri Mosfellsbæjar og í gegnum skólasvæði Lágafellsskóla, í gegnum byggð að undirgöngum undir Vesturlandsveg, yfir Skarhólabraut, inn á göngustíg og inn í skógrægt við Hamrahlíð í Úlfarsfelli. Farið er upp á Úlfarsfellið eftir gili og þaðan beint á fyrsta tind. Þaðan er haldið austur af fjallinu með stefnu á Hafravatn. Áfram áleiðis á Reykjaborg um Borgardal, tindur tvö. Þegar komið er á Reykjaborg er stefnan tekin norður af Reykjaborg, um Húsadal og yfir Varmá og upp á Reykjafell, tindur þrjú. Þaðan er hlaupið niður í Skammadal og áfram upp á efsta hnjúk Æsustaðafjalls, tindur fjögur. Áfram suður eftir fjallinu og stefnan tekin austur að Tordalsbrúnum og áfram upp á Hjálminn. Þá er stefnan tekin á tind Grímmannsfells, tindur fimm. Farið síðan vestur Flatafell og áfram niður að Hraðastöðum. Þá er hlaupið meðfram Þingvallavegi til vesturs niður dalinn eftir Hjóla/göngustíg að undirgöngum við Ásland og eftirhjóla/göngustíg niður að Varmá og yfir brúna og inn á íþróttasvæðið við Varmá þar sem komið er í mark.

7 tindar – 38,2 km. (1822 m. hækkun)

Hlaupið hefst Íþróttavellinum við Varmá í Mosfellsbæ. Hlaupið er á malbikuðum göngustíg í útjaðri Mosfellsbæjar og í gegnum skólasvæði Lágafellsskóla, í gegnum byggð að undirgöngum undir Vesturlandsveg, yfir Skarhólabraut, inn á göngustíg og inn í skógrækt við Hamrahlíð í Úlfarsfelli. Farið er upp á Úlfarsfellið eftir gili og þaðan beint á fyrsta tind. Þaðan er haldið austur af fjallinu með stefnu á Hafravatn. Áfram áleiðis á Reykjaborg um Borgardal, tindur tvö. Þegar komið er á Reykjaborg er stefnan tekin norður af Reykjaborg, um Húsadal og yfir Varmá og upp á Reykjafell, tindur þrjú. Þaðan er hlaupið niður í Skammadal og áfram upp á efsta hnjúk Æsustaðafjalls, tindur fjögur. Áfram suður eftir fjallinu og stefnan tekin austur að Tordalsbrúnum og áfram upp á Hjálminn. Þá er stefnan tekin á tind Grímmannsfells, tindur fimm. Farið síðan vestur Flatafell og áfram niður að Hraðastöðum. Haldið síðan þvert yfir Mosfellsdal og að Mosfelli norður af kirkjunni er komið upp fyrir öll gil, og þá sveigt til vesturs rakleiðis á hæsta hnjúk Mosfells, tindur sex. Farið síðan í suður niður af fjallinu og um bæjarhlaðið á Hrísbrú. Haldið áfram niður veginn og að Þingvallavegi. Þaðan er haldið á Helgafellið, tindur sjö. Þegar tindinum er náð er farið suð-vestur og komið niður við Helgafell. Farið í gegnum byggð að Vesturlandsvegi og í undirgöng við Ásland og eftir göngustíg yfir Varmá og inn á íþróttasvæðið við Varmá þar sem hlaupið endar.