Upplýsingar

Tindahlaup Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 27. ágúst 2022. Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar. Hlaupið hefst kl. 09:00 við Íþróttamiðstöðina að Varmá.

Vegalengdir og þátttökugjald

 • 7 tindar (38,2 km.) – 7.000 kr.
 • 5 tindar (34,4 km.) – 6.500 kr.
 • 3 tindar (19 km.) – 6.000 kr.
 • 1 tindur (12 km.) – 5.000 kr.

Rástímar

 • 5 og 7 tindar kl. 09:00.
 • 1 og 3 tindar kl. 11:00.

Skráning og afhending gagna

Athugið að ekki er hægt að skrá sig eða sækja gögn á keppnisdag!

Föstudaginn 26. ágúst er hægt að skrá sig og sækja gögn á milli kl. 17:00 og 20:00 að Íþróttamiðstöðinni Varmá, í Mosfellsbæ.

Aðrar upplýsingar

Mikilvægt er að þátttakendur séu komnir að Íþróttamiðstöðinni við Varmá minnst 30 mín fyrir hlaup.

 • Drykkjarstöðvar á leiðinni.
 • Markið lokar kl. 16:00.
 • Tímataka með flögum.
 • Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu.
 • Frítt í Varmárlaug að hlaupi loknu.

Verðlaun

Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum. Einnig verða glæsileg útdráttarverðlaun fyrir alla keppendur.

Hafa samband

Hægt er að senda fyrirspurnir á birgirkonn@gmail.com